ÍSLAND Á 18. ÖLD
eftir Frank Ponzi
Ísland á 18. öld er listaverkabók með gömlum Íslandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur vísindaleiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18. öld- leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru ný í fyrsta sinn prentaðar beint eftir frummyndunum. Sumar hafa aldrei birst áður í neinni bók. Þessar gömlu Íslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tíð, sem rís ljóslifandi upp af síðum bókarinnar.
Frank Ponzi , listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo Íslandsleiðangra og þá listamenn sem myndirnar gerðu.
Bókin er bæði á Íslensku og ensku, 123 bls. með 53 bls. af myndum.
Almenna Bókafélagið, 1980.
UPPSELD