ÍSLAND FYRIR ALDAMÓT / ICELAND - THE DIRE YEARS
eftir Frank Ponzi listsagnfræðing
Þetta safn ljósmynda sem lítt hafði verið vitað um í meira en öld, en nýlega kom í leitirnar, bregður nýrri birtu á dimmt og dapurlegt skeið Íslandssögunnar. Myndirnar sem teknar voru á glerplötur á harðindaárunum 1882-1888 eru meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru af Íslandi og Íslendingum.
Myndirnar, dagbók sem þeim tengist, viðbótarheimildir í myndum og máli og frásagnir af fólki og stöðum segja hér í sameiningu áhrifamikla sögu og sýna ljóslifandi tímabil þegar brugðið gat til beggja vona um lífið í landinu - tíma sem nú mega heita gleymdir.
Bókin er í stóru broti 180 bls. með 165 myndum, teikningum og kortum. Hún er bæði á íslensku og ensku.
MYND Á KÁPU:
Sunnudaginn 11. júni 1882. Þórður Guðmundsson og fjölskylda hans áður en lagt var af stað frá Neðra-Hálsi í Kjós í fremingarmessu að Reynivöllum