Brennholtsútgáfa
English





DADA COLLAGE AND MEMOIRS
eftir Frank Ponzi, listsagnfræðing.

 


Út er komin bókin "DADA Collage and Memoirs",
æviminningarbrot Frank Ponzi listsagnfræðing (1929 - 2008). Höfundur segir frá æskuárum sínum og uppvexti í fjölskyldu ítalskra innflytjenda í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum og frá listnámi í New York og Oxford háskóla. Í New York kynntist hann mörgum þekktum Dadaistum og öðrum listamönnum,  sem flúið höfðu nasismann í  Evrópu. Frank segir frá fyrstu starfsárum sínu við Guggenheimsafnið, um gerð kvikmyndar um byggingu þess og um listaverkasafn Josephs Hirshorn. Hann kvæntist íslenskri eiginkonu sinni í New York, þau ákváðu að flytjast til Íslands, nema land í Mosfellsdal og þar átti hann heimili til æviloka.

Eftir Frank liggja bækur um Ísland á fyrri öldum byggðar á sýn erlendra listamanna í málverkum og ljósmyndum, einnig ótal greinar um margvísleg efni tengd listum og sögu íslenskrar menningararfleifðar.

Eins og fram kemur í titli bókarinnar eru minningarbrot Franks í anda collage-mynda DADAistanna þar sem óvænt atburðarrás og tilviljanir ráða för.

Bókin er rituð á ensku er 237 blaðsíður með 24 síðum af ljósmyndum.


Brennholtsútgáfa 2008.